Færsluflokkur: Bloggar
28.6.2009 | 01:51
Níðingur
Handtekinn fyrir illa meðferð á hundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.5.2009 | 21:05
Vont að vera í þessum sporum
Rannsókn leiði í ljós sakleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2009 | 11:56
Reyndi að senda þetta í pósti en fékk þau svör að netfangalisti Alþingis væri óvirkur???
Virðulegu meðlimir löggjafarsamkomu Íslands, Alþingis
Ég undirrituð lýsi hér með eftir aðgerðastefnu í þeim hörmungarmálum sem hvolfdust yfir þjóðina, eins og himnarnir hefðu hrapað ofan á okkur 6.október s.l.
Hvar er ríkisstjórnin og hvað er hún að gera?
Okkur, hinum almennu borgurum þessa lands finnst við hafa verið skilin eftir í kolsvörtu tómarúmi sem enginn veit hvar endar. Hvers lags silagangur og upplýsingaskortur er þetta? Við kjósendur eigum rétt á að fá reglulega og með skilmerkilegum hætti upplýsingar um gang mála. Ríkisstjórnin ruddi útúr sér einhverju í upphafi hörmunganna einhverju sem þeir kölluðu aðgerðapakka til aðstoðar heimilum. Það voru alls kyns loforð um sveigjanleika bankanna, færslu lána frá bönkum til ÍLS, aukið svigrúm hér og frysting þar o.s.frv. Fæst af þessum loforðum hafa litið dagsins ljós og þau sem eitthvað hefur verið aðhafst í standa bara sumum til boða og öðrum ekki.
Þetta ástand sem hér ríkir er fullkomlega óþolandi og stórhættulegt, beinlínis lífshættulegt sumu fólki. Ríkisstjórnin verður að átta sig á og viðurkenna sinn hlut í því hvernig fyrir þessari þjóð er komið. Ekki kenna alltaf öðrum um. Og þeir sem stjórna verða að vera sjáanlegir fólkinu í landinu.
Unga fólkið okkar sem er nýbúið að stofna heimili og er með börn á framfæri er í mikilli félagslegri og að ég nú ekki tali um efnahagslegri hættu. Sumir eru við það að gefast upp og gefa skít í allt sem heita afborganir hvort heldur er af bílum eða íbúðum. Aðrir eiga eftir að gefast upp og hætta að nenna að lifa ef ekki verður eitthvað það gert sem gefur mönnum von um að einhverntíma taki eitthvað betra við. Ekki bara einhvert bull eins og kemur frá "hæstvirtum" fjármálaráðherra um að við verðum búin að helminga skuldir okkar eftir 2-3 ár. Komið með einhverjar raunhæfar tillögur og upplýsingar sem endurvekja traust fólks á því að það verði hægt að lifa í þessu landi áfram og endurvekja traust fólks á stjórnmálamönnum. Það er 0% núna.
Virðingarfyllst, Guðrún Olga Clausen, grunnskólakennari, Lyngheiði 19, 810, Hveragerði. Kt.0106503569
P.S. Guð blessi Ísland (eins og einhver sagði).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Guðrún Olga Clausen
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar